Glæsimark Logi Tómasson fagnar eftir að hafa komið Víkingum yfir.
Glæsimark Logi Tómasson fagnar eftir að hafa komið Víkingum yfir. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Víkingar héldu áfram góðri byrjun sinni á Íslandsmótinu í fótbolta með því að vinna KR-inga, 3:0, í Fossvogi í gærkvöld. Þeir hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar héldu áfram góðri byrjun sinni á Íslandsmótinu í fótbolta með því að vinna KR-inga, 3:0, í Fossvogi í gærkvöld.

Þeir hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Víkingar hafa ekki byrjað mótið á þremur sigrum síðan þeir urðu Íslandsmeistarar árið 1924, þá með því að vinna alla leiki sína í mótinu!

Stórglæsilegt mark Loga Tómassonar kom Víkingum á bragðið, þrumufleygur upp í vinkilinn eftir mikinn sprett upp völlinn, og mörk Birnis Snæs Ingasonar og Arnórs Borg Guðjohnsens um miðjan síðari hálfleik gerðu vonir KR um stig að engu. Fyrsta tap Vesturbæinga.

Stórleikur Ísaks og níu mörk í Garðabæ

Stjarnan náði í sín fyrstu stig með sigri í ótrúlegum leik gegn nýliðum HK í Garðabæ, 5:4, þar sem HK var yfir í hálfleik, 3:2.

Ísak Andri Sigurgeirsson átti stórleik með Stjörnunni, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt sjálfur.

Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði tvö fyrstu mörk Stjörnunnar og gat náð þrennunni en Arnar Freyr Ólafsson í marki HK varði frá honum vítaspyrnu á 77. mínútu.

Guðmundur Kristjánsson, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna, fékk rauða spjaldið á 89. mínútu og var rekinn af velli fyrstur allra í deildinni í ár. Atli Arnarson skoraði fjórða mark HK úr vítaspyrnunni sem dæmd var á Guðmund.

Nýliðar HK skoruðu fjögur mörk í annað sinn í þremur fyrstu leikjunum en máttu sætta sig við sitt fyrsta tap.

Óskar gerði útslagið

Hinir nýliðarnir, Fylkismenn, skoruðu líka fjögur mörk. Þeir misstu niður tveggja marka forskot gegn FH í Árbænum en sýndu mikinn karakter með því að skora tvisvar seint í leiknum, unnu 4:2 og fengu sín fyrstu stig á tímabilinu. FH-ingar biðu um leið sinn fyrsta ósigur.

Óskar Borgþórsson kom inn á sem varamaður, lagði upp þriðja markið fyrir Ásgeir Eyþórsson og skoraði síðan fjórða markið sem gulltryggði sigurinn.

Þar með hafa öll liðin í deildinni unnið leik, nema Framarar, sem sitja eftir í neðsta sætinu að þriðju umferðinni lokinni með tvö stig.

VÍKINGUR R. – KR 3:0

1:0 Logi Tómasson 31.

2:0 Birnir Snær Ingason 68.

3:0 Arnór Borg Guðjohnsen 73.

m

Logi Tómasson (Víkingi)

Gunnar Vatnhamar (Víkingi)

Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)

Pablo Punyed (Víkingi)

Birnir Snær Ingason (Víkingi)

Danijel Dejan Djuric (Víkingi)

Matthías Vilhjálmsson (Víkingi)

Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingi)

Dómari: Pétur Guðmundsson – 9.

Áhorfendur: 1.570.

STJARNAN – HK 5:4

0:1 Ívar Örn Jónsson 2.

1:1 Guðmundur B. Nökkvason 14.

2:1 Guðmundur B. Nökkvason 22.

2:2 Örvar Eggertsson 33.

2:3 Atli Hrafn Arnarson 40.

3:3 Ísak Andri Sigurgeirsson 54.

4:3 Guðmundur Kristjánsson 60.

5:3 Adolf Daði Birgisson 67.

5:4 Atli Arnarson 89.(v)

m m m

Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni)

m m

Guðmundur B. Nökkvason (Stjörnunni)

Adolf Daði Birgisson (Stjörnunni)

Örvar Eggertsson (HK)

m

Guðmundur Kristjánsson (Stjörnunni)

Ívar Örn Jónsson (HK)

Atli Arnarson (HK)

Rautt spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjörnunni) 89.

Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 8.

Áhorfendur: 1.221.

FYLKIR – FH 4:2

1:0 Benedikt D. Garðarsson 15.

2:0 Ólafur Karl Finsen 20.

2:1 Ólafur Guðmundsson 50.

2:2 Hörður Ingi Gunnarsson 79.

3:2 Ásgeir Eyþórsson 82.

4:2 Óskar Borgþórsson 87.

m

Ásgeir Eyþórsson (Fylki)

Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)

Nikulás Val Gunnarsson (Fylki)

Benedikt Daríus Garðarsson (Fylki)

Ólafur Karl Finsen (Fylki)

Óskar Borgþórsson (Fylki)

Hörður Ingi Gunnarsson (FH)

Logi Hrafn Róbertsson (FH)

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8.

Áhorfendur: 1.230.