Gleði Ánægja ríkir með samstarfið.
Gleði Ánægja ríkir með samstarfið.
Sýningin Solander 250 – bréf frá Íslandi hefur verið opnuð í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu. „Sýningin er stærsta og viðamesta myndlistasýning sem hefur ferðast um landið en hún mun teygja anga sína um tólf listasöfn og sýningarsali um allt …

Sýningin Solander 250 – bréf frá Íslandi hefur verið opnuð í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu. „Sýningin er stærsta og viðamesta myndlistasýning sem hefur ferðast um landið en hún mun teygja anga sína um tólf listasöfn og sýningarsali um allt land frá haustinu 2022 og enda í Svíþjóð 2024,“ segir í tilkynningu, en sýningin er samstarfsverkefni félagsins Íslenskrar grafíkur og sænska sendiráðsins á Íslandi. Hún er sett upp til að minnast þess að 250 ár eru liðin frá vísindaleiðangri sænska náttúrufræðingurinn Daniels Solanders til Íslands 1772. Á sýningunni túlka tíu íslenskir listamenn frá félaginu Íslenskri grafík þessa atburði og þær breytingar sem hafa orðið á landi og þjóð síðan. Sýningin stendur til 7. maí.