James Arthur Ratcliffe
James Arthur Ratcliffe
70% allra áa í Noregi eru nú menguð af eldislaxi sem blandast erfðum með villtum laxi.

James Arthur Ratcliffe

Kæri ráðherra.

Mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir ræðu þína á nýafstaðinni ráðstefnu Six Rivers Iceland. Góður rómur var gerður að orðum þínum og ábendingum.

Villti atlantshafslaxinn er í útrýmingarhættu, en ein mesta ógnin við afkomu hans stafar af fiskeldi, sem nú er stundað í stórum stíl á Íslandi.

Íslenski laxastofninn er talinn vera um 50.000 villtir laxar. Talan er lægri en áður fyrr, en hefur haldist nokkuð stöðug.

Norðmenn ala nú í kvíum við vesturströnd Íslands 20 milljónir laxa. Fyrir þessi forréttindi borga þeir lítið. Ódýrara er að vera á Íslandi en í Noregi.

Ég læt fylgja mynd af Noregi þar sem sést fjöldi áa þar sem sloppinn eldislax hrygnir með villtum laxi og hefur skaðleg áhrif á gæði villta stofnsins. Fjöldinn er yfirgnæfandi. 70% allra áa í Noregi eru nú menguð af eldislaxi sem blandast erfðum með villtum laxi.

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun á Íslandi töldust 60% þjóðarinnar á móti því að norskt laxeldi á Íslandi ógnaði villta laxinum, sem er í útrýmingarhættu og mikilvægur hluti íslenskrar náttúru, eða þeim mörgu störfum sem stafa af villta laxinum. Aðeins 14% voru meðmælt fiskeldi.

Mig langar að hvetja stjórnvöld til að huga vandlega að því hvernig tryggja má að ekkert ógni villtum laxastofnum í landinu. Regluverk og eftirlit virðist afar vægt.

Afskaplega sorglegt væri ef hinn mjög svo markverði stofn villtra laxa á Íslandi dæi út.

Þakka þér athyglina.

Höfundur er stofnandi Six Rivers Iceland.