Anders W. Berthelsen
Anders W. Berthelsen
Tökur eru hafnar í Danmörku á kvikmyndinni Mørkeland (Myrkraland) með Anders W. Berthelsen í aðalhlutverki, en í öðrum helstu hlutverkum eru Nicolas Bro og Charlotte Munck. Um er að ræða sjálfstætt framhald á hinni geysivinsælu Kongekabale…

Tökur eru hafnar í Danmörku á kvikmyndinni Mørkeland (Myrkraland) með Anders W. Berthelsen í aðalhlutverki, en í öðrum helstu hlutverkum eru Nicolas Bro og Charlotte Munck. Um er að ræða sjálfstætt framhald á hinni geysivinsælu Kongekabale (Kóngakapall) sem frumsýnd var fyrir tæpum 20 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem SF Studios birti á vef sínum í fyrradag. Báðar myndir byggjast á pólitískum spennubókum eftir Niels Krause-Kjær þar sem blaðamaðurinn Ulrik Torp er í forgrunni. „Margt hefur breyst síðan Kongekabale var frumsýnd 2004. Fjölmiðlarnir, stjórnmálasenan og auðvitað áhorfendur hafa tekið miklum breytingum. Við þurfum öll að fóta okkur innan um smellubeitur og í bergmálshellum samfélagsmiðlanna,“ segir Mikkel Serup leikstjóri og tekur fram að nýja myndin setji spurningar við það hvort við sættum okkur við að klækjum sé í síauknum mæti beitt til að hafa áhrif á lýðræðið.