Norður ♠ -- ♥ 64 ♦ Á632 ♣ ÁKD6543 Vestur ♠ ÁKD654 ♥ Á5 ♦ KG9 ♣ G10 Austur ♠ 1093 ♥ 1098732 ♦ 104 ♣ 82 Suður ♠ G872 ♥ KDG ♦ D875 ♣ 97 Suður spilar 3G

Norður

♠ --

♥ 64

♦ Á632

♣ ÁKD6543

Vestur

♠ ÁKD654

♥ Á5

♦ KG9

♣ G10

Austur

♠ 1093

♥ 1098732

♦ 104

♣ 82

Suður

♠ G872

♥ KDG

♦ D875

♣ 97

Suður spilar 3G.

„Það er gott til þess að vita að landsliðspörin eru sjóðheit nú þegar Norðurlandamótið er handan við hornið.“ Gölturinn var satt að segja hálffúll yfir spennuleysinu í úrslitum Íslandsmótsins – sveit InfoCapital sló ekki feilpúst alla fjóra dagana og hafði margtryggt sér gullið fyrir síðasta leikinn við silfursveit Grants Thorntons.

„Mér fannst það skemmtilegur leikur,“ sagði Magnús mörgæs og hafði sérstaklega í huga spil sem nafni hans Magnús Eiður Magnússon í sveit Grants spilaði – vafasöm 3G eftir sagnirnar 1♣-1♠; 3♣-3G. Sigurbjörn Haraldsson kom út með spaðaás og skipti yfir í laufgosa í öðrum slag. Magnús Eiður gat þá sótt níunda slaginn á hjarta.

En hvað gerist ef vestur tekur á ♠ÁKD í byrjun? Það breytir engu. Sagnhafi hendir einu laufi og sendir vestur inn á hjartaás í lokin til að spila frá tígulkóng!