Listin ofar öllu Ólafur Elíasson.
Listin ofar öllu Ólafur Elíasson. — Morgunblaðið/Ásdís
„Þegar listin er annars vegar er það sannfæring mín að sniðganga sé ekki rétta leiðin. Í mínum huga er samtalið leiðin fram,“ segir myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson í samtali við Politiken þar sem hann svarar í fyrsta sinn þeirri…

„Þegar listin er annars vegar er það sannfæring mín að sniðganga sé ekki rétta leiðin. Í mínum huga er samtalið leiðin fram,“ segir myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson í samtali við Politiken þar sem hann svarar í fyrsta sinn þeirri gagnrýni sem hann hlaut fyrir um hálfu ári þegar nýtt verk eftir hann var vígt í Katar. Var hann gagnrýndur fyrir að taka þátt í hvítþvætti á landinu á sama tíma og stjórnvöld væru sek um margvísleg mannréttindabrot.

Í viðtalinu við Politiken bendir Ólafur á að hann hafi sem listamaður valið að sýna í ýmsum löndum sem stýrt er af ráðamönnum sem hann deili ekki skoðunum með og nefnir í því samhengi Kína og Eþíópíu og tekur fram að mannréttindi séu sér afar mikilvæg

Verk Ólafs í Katar á það sameiginlegt með mörgum öðrum verka hans að þar beinir hann sjónum að loftslagsvandanum. „Staðreyndin er sú að Katar er eitt þeirra landa sem munu verða verst úti vegna loftslagsbreytinga,“ segir Ólafur og bendir á að það felist ákveðin þverstæða í því að á sama tíma byggist efnahagskerfi landsins algjörlega á sölu jarðefnaeldsneytis.

„Að mínu mati er mikilvægara að eiga sæti við borðið og taka þátt í samtalinu en að hlaupa öskrandi burt,“ segir Ólafur og tekur fram að hann geti sem listamaður skapað rými til samtals.