Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson hugsar upphátt á Moggabloggi:

Ómar Ragnarsson hugsar upphátt á Moggabloggi:

„Óvenju víða í íslenska eldstöðvakerfinu má búast við eldgosi eftir að Reykjanesskaginn birtist með upphafið að nokkurra alda eldgosatímabili í kjölfar eldgosalauss tíma í átta aldir.

Grímsvötn teljast enn vera virkasta eldstöð landsins og nú er kominn meira en áratugur síðan þar gaus síðast. Hekla hefur þanist út upp fyrir þau mörk sem hún komst í fyrir gosið árið 2000, og á svæðinu Bárðarbunga-Askja hafa ekki verið meiri goslíkur samanlagt í háa herrans tíð.“

Vagn gerir athugasemd við að talað sé um „upphafið að nokkurra alda eldgosatímabili“: „Því lengra sem líður frá síðasta gosi aukast líkurnar á gosi og styttist í það. Hvort það verður á þessu ári, því næsta eða einhvern tímann á næsta áratug er ekki öruggt. En dagarnir fram að gosi eru nákvæmlega einum færri í dag en í gær, og nær verður ekki komist í útreikningunum.

Og hvort næsta gos verði í Grímsvötnum, Kötlu, Öskju, á Reykjanesi, í Heklu, Vestmannaeyjum, Kröflu eða Snæfellsnesi kemur bara í ljós þegar það verður.“

Og bætir við: „Eldgos eru svolítið eins og iðnaðarmenn: þeir eiga að koma en láta bíða eftir sér, ef þeir þá koma og þeir gætu eins farið eitthvað annað. Loforð iðnaðarmanns eykur bara líkurnar á að hann komi.“