Sá sem er að flýta sér getur haft hraðan á með einu n-i eða hraðann með tveimur, í fyrra tilfellinu er lýsingarorðið hraður, í hinu nafnorðið hraði

Sá sem er að flýta sér getur haft hraðan á með einu n-i eða hraðann með tveimur, í fyrra tilfellinu er lýsingarorðið hraður, í hinu nafnorðið hraði. Úr því verður víst ekki skorið og telst hvort tveggja gilt. „Og hafðu hraðan á. Við megum engan tíma missa …“ – Drottning Nílar e. Hans Lyngby Jepsen. Það er Sesar sem talar.