Efnahagsleg staða vinnukvenna á 18. og 19. öld er til umfjöllunar í erindi sem Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur flytur í Þjóðminjasafninu í dag kl. 12 og streymt er á youtube-rás safnsins. „Stór hluti íslenskra kvenna á 18

Efnahagsleg staða vinnukvenna á 18. og 19. öld er til umfjöllunar í erindi sem Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur flytur í Þjóðminjasafninu í dag kl. 12 og streymt er á youtube-rás safnsins. „Stór hluti íslenskra kvenna á 18. og 19. öld starfaði í vinnumennsku allt sitt líf og giftist aldrei. Margar þeirra ferðuðust um og sinntu hvers kyns sérhæfðri þjónustu sem nærsamfélag þeirra þarfnaðist. Erfitt hefur reynst að álykta eitthvað um efnahagslega stöðu kvenna, þ.e. hvort þær höfðu getu til að selja þjónustu sína eða fengu arð af eigum sínum,“ segir í viðburðarkynningu. Guðný fjallar um hvernig nýta má heimildir á Þjóðskjalasafni Íslands til að rýna í efnahagslega stöðu vinnukvenna á 18. og 19. öld.