Michael Schumacher árið 2006.
Michael Schumacher árið 2006.
Anne Hoffmann, ritstjóri þýska slúðurvikuritsins Die Aktuelle, hefur verið rekin vegna gerviviðtals sem blaðið birti við Michael Schumacher. Í „viðtalinu“ var gervigreind látin svara fyrir Schumacher, en hann hefur ekki komið opinberlega …

Anne Hoffmann, ritstjóri þýska slúðurvikuritsins Die Aktuelle, hefur verið rekin vegna gerviviðtals sem blaðið birti við Michael Schumacher. Í „viðtalinu“ var gervigreind látin svara fyrir Schumacher, en hann hefur ekki komið opinberlega fram síðan hann hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi 2013. „Það hefði aldrei átt að birta þessa smekklausu og villandi grein,“ segir Bianca Pohlmann, forstjóri Funke sem gefur út blaðið, í samtali við fréttaveituna dpa. Samkvæmt frétt Reuters íhugar fjölskylda Schumachers að fara í mál við blaðið. Fjölskyldan hefur nánast ekkert tjáð sig um heilsufar hans eftir slysið, en 2021 lét Corinna eiginkona Michaels hafa eftir sér í heimildarmynd á Netflix að það væri fjölskyldunni mjög mikilvægt að standa vörð um einkalífið. „Michael verndaði okkur og nú verndum við Michael.“