Ráðningar Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu.
Ráðningar Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. — Morgunblaðið/Hallur Már
Mikill áhugi reyndist á sumarstörfum sem Bláa Lónið auglýsti nýlega laus til umsóknar. Um 100 einstaklingar hefja störf hjá Bláa Lóninu fyrir sumarið en alls sóttu um 2.100 manns um störfin sem auglýst voru

Mikill áhugi reyndist á sumarstörfum sem Bláa Lónið auglýsti nýlega laus til umsóknar. Um 100 einstaklingar hefja störf hjá Bláa Lóninu fyrir sumarið en alls sóttu um 2.100 manns um störfin sem auglýst voru. Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um sumarstörf hjá fyrirtækinu að því er fram kemur í tilkynningu.

„Það er ánægjulegt að sjá þennan mikla áhuga á fyrirtækinu og gaman að sjá svo stóran hóp mjög frambærilegra umsækjenda,“ segir Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, öryggis og heilsu hjá Bláa Lóninu, um væntanlega starfsmenn.