David Ellefson fékk reisupassann.
David Ellefson fékk reisupassann. — AFP/Mike Coppola
Átylla David Ellefson, bassaleikari bandaríska málmbandsins Megadeth til áratuga, segir óviðeigandi myndband af honum í kynferðislegum athöfnum, sem fór í dreifingu fyrir tveimur árum, hafa verið átyllu þegar honum var í framhaldinu vikið úr bandinu

Átylla David Ellefson, bassaleikari bandaríska málmbandsins Megadeth til áratuga, segir óviðeigandi myndband af honum í kynferðislegum athöfnum, sem fór í dreifingu fyrir tveimur árum, hafa verið átyllu þegar honum var í framhaldinu vikið úr bandinu. Fleira hafi búið að baki, ekki síst persónuleg óvild leiðtoga bandsins, Daves Mustaines. Þetta kemur fram í samtali við kappann í spænska málmgagninu The Metal Circus. Ellefson kveðst ekki vera bitur enda verði hann alltaf óopinber sendiherra Megadeth hvar sem hann komi og bundinn bandinu órofa böndum uns yfir lýkur.