Öllu starfsfólki NiceAir var sagt upp í gær, alls 16 manns, en ljóst er að félagið mun ekki fljúga í sumar. Í byrjun mánaðar var greint frá því að öllum flugferðum félagsins hefði verið aflýst og hlé gert á starfsemi þess

Urður Egilsdóttir

urdur@mbl.is

Öllu starfsfólki NiceAir var sagt upp í gær, alls 16 manns, en ljóst er að félagið mun ekki fljúga í sumar. Í byrjun mánaðar var greint frá því að öllum flugferðum félagsins hefði verið aflýst og hlé gert á starfsemi þess. „Stjórn og hluthafar eru að meta stöðuna, hvenær hægt verði að fara af stað og á hvaða forsendum það sé hægt að gera. Það er auðvitað mikil óvissa uppi,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri NiceAir. Búið er að endurgreiða öllum korthöfum fyrir sumarið og næsta vetur að hans sögn. „Það mun síðan skýrast á næstunni hvernig verður farið með þá sem að greiddu á annan máta.“

NiceAir tryggði sér 200 milljón króna fjárfestingu og segir Þorvaldur að ekki hafi verið búið að kalla það fé inn. „Við vorum búin að loka fjármögnun, eða áskriftum að fjármagni, þegar að við misstum vélina.“ urdur@mbl.is