HK/Víkingur var lengi vel eitt lið.
HK/Víkingur var lengi vel eitt lið.
Víkingur úr Reykjavík og HK, sem tefldu fram sameiginlegu kvennaliði í fótboltanum í tæpa tvo áratugi, þykja líklegust til að vinna sér sæti í úrvalsdeild kvenna. Þeim var spáð tveimur efstu sætunum í 1

Víkingur úr Reykjavík og HK, sem tefldu fram sameiginlegu kvennaliði í fótboltanum í tæpa tvo áratugi, þykja líklegust til að vinna sér sæti í úrvalsdeild kvenna. Þeim var spáð tveimur efstu sætunum í 1. deild kvenna, Lengjudeildinni, á kynningarfundi deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í deildinni greiddu atkvæði.

KR-ingum, sem féllu úr Bestu deildinni síðasta haust ásamt Aftureldingu, er hins vegar spáð 10. og neðsta sætinu og falli í 2. deild ásamt Augnabliki.

Víkingi var spáð sigri, HK öðru sæti, Aftureldingu þriðja sæti, Fylki fjórða sæti, Fjarðabyggð/Hetti/Leikni fimmta sæti, Gróttu sjötta sæti, Fram sjöunda sæti og Grindavík áttunda sæti en Fram og Grótta eru nýliðar í deildinni. Keppni í 1. deild kvenna hefst á Reyðarfirði á mánudaginn þegar FHL tekur á móti KR.