Richard Sharp
Richard Sharp
Richard Sharp, stjórnarformaður breska ríkisútvarpsins BBC, sagði í gær af sér vegna milligöngu sinnar við lán sem Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, tók. Sharp hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt, en hann sagðist hafa tekið …

Richard Sharp, stjórnarformaður breska ríkisútvarpsins BBC, sagði í gær af sér vegna milligöngu sinnar við lán sem Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, tók. Sharp hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt, en hann sagðist hafa tekið ákvörðunina til þess að nærvera sín myndi ekki varpa skugga á það góða starf sem BBC innti af hendi.

Breska stjórnarandstaðan gagnrýndi skipan Sharps á sínum tíma vegna tengsla hans við Íhaldsflokkinn. Þegar í ljós kom að Sharp hefði greitt fyrir lánveitingunni til Johnsons hóf þingið óháða rannsókn á skipan hans. Niðurstaða hennar varð sú að Sharp hefði átt að greina frá mögulegum hagsmunaárekstrum þegar þingið kannaði hæfi hans.