Fjölskylda Aðalsteinn Ásberg ásamt börnum sínum, Þorgerði Ásu, Álfgrími og Árna Húma.
Fjölskylda Aðalsteinn Ásberg ásamt börnum sínum, Þorgerði Ásu, Álfgrími og Árna Húma.
Boðið verður upp á tvenna tónleika í Hannesarholti í dag. Klukkan 14 leika feðginin Sigurkarl Stefánsson og Auður Sigurkarlsdóttir. „Þau eru áhugaspilarar sem hafa gaman af margs konar tónlist og spila svolítið „með sínu nefi“ og í …

Boðið verður upp á tvenna tónleika í Hannesarholti í dag. Klukkan 14 leika feðginin Sigurkarl Stefánsson og Auður Sigurkarlsdóttir. „Þau eru áhugaspilarar sem hafa gaman af margs konar tónlist og spila svolítið „með sínu nefi“ og í samsöngnum eru öll hvött til að taka undir og syngja „með sínum hætti“. Textar á tjaldi og aðgangur ókeypis,“ segir í viðburðarlýsingu.

Klukkan 16 er boðið upp á fjölskyldutónleika sem hverfast um ljóð Hannesar Hafstein. Flytjendur og höfundar eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, Álfgrímur Aðalsteinsson og Árni Húmi Aðalsteinsson, en öll hafa þau samið og sungið lög við ljóð skáldsins. „Það verður um einstaka fjölskyldustemningu að ræða og dagskráin endurspeglar aðkomu ólíkra kynslóða þar sem boðið verður upp á bæði nýtt og gamalt efni,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að veitingahúsið verði opið milli kl. 11.30-16 fyrir þá sem vilja gera vel við sig á undan eða eftir söngstundinni og eins fyrir tónleikana.