Við Hringbraut Tölvuteiknuð mynd með gamla spítalann í baksýn. Listaverk munu prýða nýja spítalann að innan sem utan.
Við Hringbraut Tölvuteiknuð mynd með gamla spítalann í baksýn. Listaverk munu prýða nýja spítalann að innan sem utan.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kristján Jónsson kris@mbl.is Efnt verður til listaverkasamkeppni á næstunni í tengslum við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og verða haldnar samkeppnir til að gefa listafólki kost á að senda inn hugmyndir. Gildir það til að mynda um útfærslu á Sóleyjartorgi, fyrir framan gamla spítalann en einnig byggingarhluta húsanna.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Efnt verður til listaverkasamkeppni á næstunni í tengslum við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og verða haldnar samkeppnir til að gefa listafólki kost á að senda inn hugmyndir. Gildir það til að mynda um útfærslu á Sóleyjartorgi, fyrir framan gamla spítalann en einnig byggingarhluta húsanna.

„Mjög fljótlega munum við hjá Nýja Landspítalanum auglýsa listaverkasamkeppni, í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna og hagaðila, vegna lögboðins listskreytingaverkefnis. Ákveðinn hluti af byggingakostnaði skal fara í listskreytingar og við auglýsum fyrstu samkeppnina, af nokkrum, um miðjan maí. Þá gefst myndlistarmönnum tækifæri til að koma með hugmyndir að listaverkum sem meðal annars tengjast byggingahlutum eða því umhverfi sem spítalinn er í,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans, og kveðst ekki muna eftir jafn fjölbreyttum listskreytingasamkeppnum í tengslum við nýbyggingar á Íslandi á undanförnum áratugum.

Fleiri útboð fram undan

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að ÞG verk hefði átt lægsta tilboðið í uppsteypu tveggja hæða bílakjallara undir Sóleyjartorgi ásamt tengigöngum sunnan gamla Landspítala.

Bílakjallarinn verður staðsettur milli meðferðarkjarna og fyrirhugaðrar byggingar dag-, göngu- og legudeildar Landspítalans austan við torgið, sem er sunnan megin við gamla Landspítalann. Gunnar segist ekki eiga von á öðru en að gengið verði til samninga við ÞG verk en gilt tilboð þeirra var 90% af kostnaðaráætlun.

„Fljótlega verða einnig boðin út jarðvinna fyrir hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og uppsteypa á rannsóknahúsinu auk fjölmargra annarra útboða tengt meðferðarkjarnanum, enda verkefnið við Hringbraut á fullri ferð,“ segir Gunnar.

Höf.: Kristján Jónsson