Forseti BÍL Erling Jóhannesson.
Forseti BÍL Erling Jóhannesson.
Stjórn Bandalags íslenskra listamanna hefur sent frá sér ályktun þar sem hún fordæmir ákvarðanir bæjarstjórnar Kópavogs um framtíð menningarstofnana bæjarins. Stjórnin harmar þá frumstæðu og nánast barnalegu leið í mati á rekstri menningarstofnana bæjarins sem birtist í úttekt KPMG

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna hefur sent frá sér ályktun þar sem hún fordæmir ákvarðanir bæjarstjórnar Kópavogs um framtíð menningarstofnana bæjarins. Stjórnin harmar þá frumstæðu og nánast barnalegu leið í mati á rekstri menningarstofnana bæjarins sem birtist í úttekt KPMG. Þar sé „engu skeytt um hið raunverulega gildi og tilgang starfsins fyrir samfélagið. Rekstur menningarstofnana og ávinningur samfélagsins af þeim er gríðarlega fjölbreyttur og flókinn og úr því að bæjarfélagið leggur í þá vegferð að gera hagræna úttekt á starfseminni er undarlegt að ekki skuli leitað til aðila sem þekkingu hafa á menningarrekstri og hagrænum áhrifum af menningarstarfi. […] Úttekt KPMG telur því eingöngu baunirnar kostnaðarmegin við jafnaðarmerki jöfnunnar sem síðan er notað af stjórnvöldum til að draga saman og réttlæta niðurskurð til málaflokksins og skemmdarverk á heilum stofnunum. […] BÍL harmar að annað stærsta sveitarfélag landsins, sem hingað til hefur sýnt metnað við uppbyggingu menningarstofnana sinna, skuli umgangast starf þeirra af jafn mikilli vanþekkingu og lítilsvirðingu og raun ber vitni,“ segir í ályktun BÍL.