Fjölskylda Rebecca og Jack eru foreldrarnir.
Fjölskylda Rebecca og Jack eru foreldrarnir.
This is Us er sjónvarpsþáttaröð sem við höfum fylgst með undanfarnar vikur. Hún er ekki beint ný af nálinni, hóf göngu sína árið 2016 og þættirnir munu vera 108 talsins. Þríburar (eða næstum því) á fertugsaldri eru aðalpersónurnar ásamt foreldrum þeirra, mökum, börnum, og öðrum vinum og vandamönnum

Víðir Sigurðsson

This is Us er sjónvarpsþáttaröð sem við höfum fylgst með undanfarnar vikur.

Hún er ekki beint ný af nálinni, hóf göngu sína árið 2016 og þættirnir munu vera 108 talsins.

Þríburar (eða næstum því) á fertugsaldri eru aðalpersónurnar ásamt foreldrum þeirra, mökum, börnum, og öðrum vinum og vandamönnum. Flakkað er fram og til baka í tíma, frá því systkinin voru í móðurkviði, voru börn og unglingar, og þannig kemur ýmislegt í fjölskyldusögunni smám saman í ljós.

Eftir að hafa horft á fyrstu þáttaröðina af sex og einum þætti betur er spurning um framhaldið. Er hún þess virði að sjá þessa 89 sem eftir eru? Atburðarásin var nokkuð hröð í fyrstu tíu þáttunum. Það var ómögulegt annað en að halda áfram og sjá þann næsta. En þá fór að hægjast á hlutunum og margir af seinni átta þáttunum í fyrstu röðinni reyndust mun rólegri og langdregnari. Mikið um endurtekningar.

Frúin er með þá kenningu, sem hljómar sannfærandi, að eftir tíu þætti hafi höfundarnir áttað sig á því að vinsældirnar væru svo miklar að þeir þyrftu að fara að teygja lopann.

Ég veit satt best að segja ekki hvort smellt verði á 20. þáttinn um helgina. Og þó. Sá nítjándi endaði á dramatískan hátt.