Renata Emilsson Peskova
Renata Emilsson Peskova
Renata Emilsson Peskova, lektor á menntavísindasviði, verður með leiðsögn á íslensku sem annað tungumál um sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag, kl

Renata Emilsson Peskova, lektor á menntavísindasviði, verður með leiðsögn á íslensku sem annað tungumál um sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag, kl. 15. „Sýningin Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld veitir innsýn í íslenska myndlist á 20. öld í gegnum þann hluta menningararfsins sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur. Kviksjá er sýningaröð með verkum úr safneign sem eru sett upp í tilefni þess að 50 ár eru frá opnun Kjarvalsstaða.“ Listin talar tungum er í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.