Alþingi Upplýsingarnar koma fram í svari fjármálaráðherra.
Alþingi Upplýsingarnar koma fram í svari fjármálaráðherra. — Morgunblaðið/Hákon
Umsóknum um 25% skattafrádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga hefur fjölgað mikið á allra seinustu árum. Þær voru 71 á árinu 2018 en 271 umsókn barst í fyrra. Heimildin um skattafrádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga var lögfest í janúar 2017 og…

Umsóknum um 25% skattafrádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga hefur fjölgað mikið á allra seinustu árum. Þær voru 71 á árinu 2018 en 271 umsókn barst í fyrra. Heimildin um skattafrádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga var lögfest í janúar 2017 og er markmiðið að laða fleiri sérfræðinga til starfa hér á landi og greiða þeir þá einungis tekjuskatt af 75% tekna sinna fyrstu þrjú árin í starfi.

Þessar tölur koma fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Ágústi Bjarna Garðarssyni alþingismanni. Fram kemur að flestar umsóknirnar um skattafrádrátt erlendra sérfræðinga koma frá fyrirtækjum eða 199 í fyrra en einnig berast nokkrir tugir umsókna frá stofnunum og háskólum.

Á árinu 2021 nýttu 347 einstaklingar sér skattaívilnunina og var áætlað tekjutap ríkisins vegna þess 176 milljónir kr. Voru þeir 251 á árinu á undan. Ekki hefur verið gerð greining á því hvaða áhrif skattfrádrátturinn hefur haft við að laða erlenda sérfræðinga til landsins en í svarinu segir að leiða megi líkur að því að hann hafi haft áhrif í þá átt. „Ekki verður annað ráðið en að vel hafi tekist til við að laða til landsins erlenda sérfræðinga með umræddum skattfrádrætti,“ segir í svarinu. omfr@mbl.is