Víkingur úr Reykjavík og HK, sem tefldu fram sameiginlegu kvennaliði í fótboltanum í tæpa tvo áratugi, þykja líklegust til að vinna sér sæti í úrvalsdeild kvenna. Þeim var spáð tveimur efstu sætunum í 1

Víkingur úr Reykjavík og HK, sem tefldu fram sameiginlegu kvennaliði í fótboltanum í tæpa tvo áratugi, þykja líklegust til að vinna sér sæti í úrvalsdeild kvenna. Þeim var spáð tveimur efstu sætunum í 1. deild kvenna, Lengjudeildinni, á kynningarfundi deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í deildinni greiddu atkvæði.

Í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tíu í 1. deild kvenna í knattspyrnu í dag var Víkingi úr Reykjavík spáð sigri og þar með sæti í Bestu deild að ári.

Spáin var birt á fréttamannafundi í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal í dag. Þar var því einnig spáð að HK myndi fylgja Víkingi upp um deild.

KR, sem féll úr Bestu deild á síðasta tímabili, er spáð neðsta sæti og þar með falli niður í 2. deild ásamt liði Augnabliks.