Spuni Davíð Þór Jónsson.
Spuni Davíð Þór Jónsson. — Morgunblaðið/Einar Falur
Tónskáldið, píanóleikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Davíð Þór Jónsson er staðarlistamaður Salarins árið 2023. „Davíð Þór mun af því tilefni bjóða upp á þrenna spunatónleika árið 2023 í Salnum. Allir tónleikarnir fara fram á sunnudegi þegar…

Tónskáldið, píanóleikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Davíð Þór Jónsson er staðarlistamaður Salarins árið 2023. „Davíð Þór mun af því tilefni bjóða upp á þrenna spunatónleika árið 2023 í Salnum. Allir tónleikarnir fara fram á sunnudegi þegar sólin er hæst á lofti og þegar mánuðir eru við það að renna saman,“ segir í viðburðarkynningu. Fyrstu tónleikarnir fara fram á morgun kl. 13.25 á alþjóðlega djassdeginum. Miðþátturinn verður 27. ágúst kl. 13.29 og lokatónleikarnir 29. október kl. 13.11.

„Hverjir og einir tónleikar einkennast af ævintýrum, forvitni og opnum huga þar sem tónlistarmaðurinn bregst við hljómi Salarins, andrúmslofti gesta, veðrabrigðum og árstíðabundnum sveiflum, hann sækir í tónlistararfleifð og uppsprettur, snýr út úr, fléttar áfram, tvinnar saman stef, hljóma og takt, splunkunýtt og eldgamalt. Báðir flyglar Salarins verða nýttir í óvissuferðinni,“ segir í tilkynningu. Hver viðburður tekur um tvær klukkustundir.