Arnar Eggert Thoroddsen og Rúnar Höskuldsson léttir í bragði eftir góðan sigur.
Arnar Eggert Thoroddsen og Rúnar Höskuldsson léttir í bragði eftir góðan sigur. — Ljósmynd/Börkur Gunnarsson
Það er ábyggilega daglegt brauð á Íslandi að tveir miðaldra karlmenn mæti á bumbuboltaæfingu fyrir tilviljun í búningi merktum Liverpool, íslenska landsliðinu eða jafnvel KR. Það hlýtur hins vegar að vera einsdæmi að tveir menn mæti fyrir hreina…

Það er ábyggilega daglegt brauð á Íslandi að tveir miðaldra karlmenn mæti á bumbuboltaæfingu fyrir tilviljun í búningi merktum Liverpool, íslenska landsliðinu eða jafnvel KR. Það hlýtur hins vegar að vera einsdæmi að tveir menn mæti fyrir hreina tilviljun í bolum til heiðurs skosku háfjallarokksveitinni Big Country, eða Stórsveitinni eins og við getum kallað hana á íslensku. Fyrir þá sem ekki vita átti hún sitt blómaskeið á níunda áratug seinustu aldar.

Þetta gerðist sumsé í bumbubolta í íþróttahúsinu á Klébergi á Kjalarnesi fyrir skemmstu. Mennirnir tveir, Arnar Eggert Thoroddsen og Rúnar Höskuldsson, eru báðir grjótharðir aðdáendur Big Country frá gamalli tíð og hampa sínum mönnum að vonum hvar sem þeir mega. Stuart heitinn Adamson, forsprakki bandsins, sem lést árið 2001, hefur án efa brosað við þeim félögum á himnum og jafnvel fellt lítið tár.

Varla þarf að taka fram að þeir félagar unnu leik dagsins.