Myndir ársins, árleg sýning Blaðaljósmyndarafélagsins sem nú er haldin í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur, verður opnuð með viðhöfn og verðlaunaveitingu í dag kl. 15 í sal Ljósmyndasafnsins í Grófarhúsi

Myndir ársins, árleg sýning Blaðaljósmyndarafélagsins sem nú er haldin í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur, verður opnuð með viðhöfn og verðlaunaveitingu í dag kl. 15 í sal Ljósmyndasafnsins í Grófarhúsi. Sýndar verða myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr öllum innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Myndunum er skipt í sjö flokka: fréttamyndir; daglegt líf; íþróttir; portrett; umhverfi; opinn flokkur og myndaraðir. Í hverjum flokki velur dómnefndin bestu mynd/röðauk þess sem ein mynd úr fyrrnefndum flokkum er valin mynd ársins.