Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad í 14 ár.
Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad í 14 ár. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kristianstad hafði betur gegn Linköping, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Liðið hefur farið vel af stað í deildinni og unnið fjóra leiki af fyrstu fimm. Hlín Eiriksdóttir fékk úrvalsfæri til að koma Kristianstad yfir á 11

Kristianstad hafði betur gegn Linköping, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Liðið hefur farið vel af stað í deildinni og unnið fjóra leiki af fyrstu fimm. Hlín Eiriksdóttir fékk úrvalsfæri til að koma Kristianstad yfir á 11. mínútu en Cajsa Andersson í marki Linköping varði frá henni víti. Það kom þó ekki að sök, því Alice Nilsson skoraði sigurmarkið á 53. mínútu. Hlín lék allan leikinn og Amanda Andradóttir lokamínúturnar.