Mennska Sigthora Odins vinnur með mennskuna í verkum sínum.
Mennska Sigthora Odins vinnur með mennskuna í verkum sínum.
Hóflegar játningar / Moderate Confessions nefnist sýning sem Sigthora Odins opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag milli kl

Hóflegar játningar / Moderate Confessions nefnist sýning sem Sigthora Odins opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag milli kl. 14 og 17. Sýningarstjóri er Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir. Sigthora útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ 2015. Hún ólst upp í Borgarbyggð og hefur stofnað til ýmissa skapandi verkefna í Borgarnesi og nágrenni. „Sigthora er einnig tónlistarkona og hefur hún tvinnað hljóðverk og söng saman við vídeóverk, innsetningar og gjörninga. Inntaki verkanna á sýningunni má lýsa sem broti af mennsku ástandi og hlutgerð afleiðinga þess. Í verkunum kemur fyrir leikur með nærveru og fjarveru og tilraunir til að kommenta á hið mannlega og hversdagslegar upplifanir.“ Sýningin stendur til 10. júní.