Stílhrein hönnun Gunnar hannaði látlaus og vönduð húsgögn á ferli sínum. Hér má sjá sófann INKA sem tilheyrir línunni sem hefur verið endurgerð hjá Fólk.
Stílhrein hönnun Gunnar hannaði látlaus og vönduð húsgögn á ferli sínum. Hér má sjá sófann INKA sem tilheyrir línunni sem hefur verið endurgerð hjá Fólk.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gunnar var afkastamikill hönnuður á Íslandi á tímabili sem spannar nokkra áratugi. Hann hannaði húsgögn fyrir Hótel Holt, Íslandsbanka og Alþingi, enda var innflutningur á húsgögnum bannaður á þessum tíma

Marta María Winkel Jónasdóttir

mm@mbl.is

Gunnar var afkastamikill hönnuður á Íslandi á tímabili sem spannar nokkra áratugi. Hann hannaði húsgögn fyrir Hótel Holt, Íslandsbanka og Alþingi, enda var innflutningur á húsgögnum bannaður á þessum tíma. Gunnar hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021. Á laugardaginn verður Tinna Gunnarsdóttir hönnuður og dóttir Gunnars gestur í sýningarrými Fólks á Hafnartorgi. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona og jógakennari stýrir samtalinu og mun ræða við Tinnu um verk föður hennar og hvaða þýðingu þau höfðu fyrir íslenska hönnunarsögu.