35 Erling Haaland hefur skorað 35 mörk í 31 leik í deildinni í ár.
35 Erling Haaland hefur skorað 35 mörk í 31 leik í deildinni í ár. — AFP/Oli Scarff
Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið tók á móti West Ham á Etihad-vellinum í Manchester í gær. Leiknum lauk með 3:0-sigri City en það voru þeir Nathan Aké, Erling Haaland og Phil Foden sem skoruðu mörk City í leiknum

Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið tók á móti West Ham á Etihad-vellinum í Manchester í gær.

Leiknum lauk með 3:0-sigri City en það voru þeir Nathan Aké, Erling Haaland og Phil Foden sem skoruðu mörk City í leiknum.

City er með 79 stig í efsta sæti deildarinnar og er með eins stigs forskot á Arsenal þegar fjórum umferðum er ólokið en City á leik til góða á Arsenal.