Mæðgin Elísabet heitin var mikið fyrir síðdegiste.
Mæðgin Elísabet heitin var mikið fyrir síðdegiste. — AFP/Daniel Leal
Elísabet drottning fékk sér bolla af morgunverðartei og hefðbundnu síðdegistei á hverjum degi, sama hvar hún var í heiminum. Drottningin elskaði síðdegiste og var það líklega ein af uppáhaldsmáltíðunum hennar

Elísabet drottning fékk sér bolla af morgunverðartei og hefðbundnu síðdegistei á hverjum degi, sama hvar hún var í heiminum. Drottningin elskaði síðdegiste og var það líklega ein af uppáhaldsmáltíðunum hennar. Síðdegissetan er listræn hefð sem færir okkur þægindi og glæsileika sem margir mundu kjósa.

Fyrir síðdegiste Elísabetar drottningar þurftu ávallt að vera tvær samlokur á matseðlinum, skonsur, ávextir og sætur biti en hún gerði kröfur um að það væri ekki eins alla daga og því þurfti að skipta um bragð og samsetningu dag hvern. Það var mjög mikilvægt að fylgja þessu eftir. Svo mikilvægt að matreiðslumennirnir í Buckingham-höll hringdu í Windsor-kastala á mánudagsmorgni og spurðu hvaða brögð og samsetningu drottningin hefði haft daginn áður til að fullvissa sig um að hún borðaði ekki það sama.

Dæmi um tvær fíngerðar samlokur sem Elísabet hafði dálæti á og samþykktar voru af hirðinni voru gúrkusamloka og samloka með sultu.

Lykillinn að gúrkusamlokunni var að brauðið væri hvítt, einföld sneið án skorpu, smurð með mjúku smjöri, tvö lög af gúrkusneiðum á neðri sneiðina, smátt saxaðri myntu stráð yfir gúrkurnar ásamt svörtum pipar og toppað með annarri smurðri sneið.

Hin samlokan sem Elísabet drottning hafði jafnframt mikið dálæti á allt frá því hún var ung stúlka þar sem einfaldleikinn var allsráðandi var samloka með sultu. Skorpulausar samlokur úr hvítu brauði, jarðarberjasulta og smjör. Sultan var alla jafna búin til í Balmoral-kastalanum úr jarðarberjum sem ræktuð voru í görðunum við kastalann.