Maria-Carmela Raso og Katerina Blahutová
Maria-Carmela Raso og Katerina Blahutová
Maria-Carmela Raso og Katerina Blahutová sýna innsetninguna Stofan við sjálfsafgreiðsluvélarnar á 1. hæð í Borgarbókasafninu Grófinni fram til 9. maí. „Stofan þeirra er almenningssturta og felur í sér leit notenda að vellíðan í aðstæðum sem…

Maria-Carmela Raso og Katerina Blahutová sýna innsetninguna Stofan við sjálfsafgreiðsluvélarnar á 1. hæð í Borgarbókasafninu Grófinni fram til 9. maí. „Stofan þeirra er almenningssturta og felur í sér leit notenda að vellíðan í aðstæðum sem líta út fyrir að vera óþægilegar, eins og það að fara í sturtu í almenningsrými. Fólk ætti að spyrja sig: Hvernig getur mér liðið vel í þessum tilteknu aðstæðum þar sem ég er venjulega út af fyrir mig? Að setja sig í óþægilegar aðstæður er ef til vill nauðsynlegur þáttur þess að þroskast.“