Sópran Vera Hjördís Matsdóttir.
Sópran Vera Hjördís Matsdóttir.
Trillutríóið flytur tónlist með vorlegum blæ úr ólíkum áttum á tónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, fimmtudag, kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni

Trillutríóið flytur tónlist með vorlegum blæ úr ólíkum áttum á tónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, fimmtudag, kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.

„Hið ómfagra verk Der Hirt auf dem Felsen eftir Schubert verður flutt ásamt Eyjalögum þeirra Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar í sjaldheyrðum útsetningum Atla Heimis Sveinssonar. Útsetning­arnar sýna fram á enn nýja hlið sönglaganna sem fyrir löngu hafa skipað sér sess í þjóðarsálinni en voru upphaflega samin til að létta lund alþýðunnar,“ segir í tilkynningu. Flytjendur eru Vera Hjördís Matsdóttir sópransöngkona, Símon Karl Sigurðarson Melsteð klarínettuleikari og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikari. Miðar fást við innganginn.