Erding Arthúr Björgvin Bollason, Victoria Reiter, dóttir listamannsins, Hamit, eiginmaður hennar, og Emil Þór Sigurðsson ljósmyndari.
Erding Arthúr Björgvin Bollason, Victoria Reiter, dóttir listamannsins, Hamit, eiginmaður hennar, og Emil Þór Sigurðsson ljósmyndari.
Verkum þýska listamannsins Rudolfs L. Reiters var um helgina skilað til síns heima í bænum Erding í Bæjaralandi. Listgjörningurinn Eldur við heimskautsbaug hófst á Íslandi árið 2006 og má segja að viðburðurinn í Erding á sunnudag hafi verið lokahnykkur hans

Verkum þýska listamannsins Rudolfs L. Reiters var um helgina skilað til síns heima í bænum Erding í Bæjaralandi.

Listgjörningurinn Eldur við heimskautsbaug hófst á Íslandi árið 2006 og má segja að viðburðurinn í Erding á sunnudag hafi verið lokahnykkur hans.

Sköpunarkraftur náttúrunnar var listamanninum hugleikinn og á Íslandi var þema hans eldurinn. Reiter kom til Íslands með þrjá fjögurra metra stranga, sem hann hafði málað á með olíulitum og sökkti þeim í gjá í Kröfluhrauni þar sem kraumaði undir þeim í nokkrar vikur. Einn þeirra varð Kröflu að bráð, en hinir náðust upp. Verkin voru sýnd fyrir og eftir bakstur í Listasafninu á Akureyri. Nú eru strangarnir komnir aftur heim.

Reiter lést 2019, 75 ára að aldri. Dóttir hans, Victoria Reiter, tók á móti þeim ásamt Hamit manni sínum og voru Arthúr Björgvin Bollason og Emil Þór Sigurðsson ljósmyndari, sem fylgdu Reiter á Íslandi, viðstaddir. Emil Þór vann með Reiter og urðu ljósmyndir hans listamanninum innblástur.