Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson skrifar á blog.is: „Merkilegt er hve oft það gleymist, hvað sjávarútvegurinn og hafið eru mikilvægur hluti af lífi Íslendinga.

Ómar Ragnarsson skrifar á blog.is: „Merkilegt er hve oft það gleymist, hvað sjávarútvegurinn og hafið eru mikilvægur hluti af lífi Íslendinga.

Fyrir tæpri hálfri öld þurfti Landhelgisgæslan að huga að framtíðarflugvél fyrir sig. Fram að því höfðu Katalina-flugbátur og Douglas DC-4 Skymaster verið notaðar, báðar bergmál frá heimsstyrjaldarárunum. Fyrir valinu varð Fokker F-27 skrúfuþota, sem notuð var næstu 34 árin, allt til 2009. 2009 var síðan núverandi vél af svipaðri stærð, Bombardier Dash 8, keypt.

Nú má heyra að þessi vél sé þrefalt stærri en þjóðin geti ráðið við, og að það verði að selja hana og kaupa þrefalt minni vél. Þetta er á skjön við það sem ákveðið var fyrir tæpri hálfri öld eftir að um hríð hafði verið hugleitt hvort Beechcraft King Air-skrúfuþota myndi nægja.

Keypt var vél af svipaðri stærð og Bombardier Dash 8.

Vitað er nú, rétt eins og fyrir tæpri hálfri öld, að svona miklu minni vél, eins og Beechraft-vélin er, er alls ekki jafnoki nær þrefalt stærri vélar. Til dæmis er ekki hægt að varpa út tveimur björgunarbátum, sem taka alls 20 manns.

Hvað hefur breyst sem réttlætir það, sem talið var ótækt fyrir hálfri öld?“