Helsinki Ulf Kristersson, Mette Frederiksen, Volodimír Selenskí, Sauli Niinistö, Katrín Jakobsdóttir og Jonas Gahr Støre, leiðtogar Norðurlanda.
Helsinki Ulf Kristersson, Mette Frederiksen, Volodimír Selenskí, Sauli Niinistö, Katrín Jakobsdóttir og Jonas Gahr Støre, leiðtogar Norðurlanda. — Heikki Saukkomaa/Lehtikuva/AFP
„Við réðumst ekki á Pútín,“ sagði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi í Helsinki að loknum fundi með leiðtogum Norðurlanda í gær, þegar hann var spurður um drónaárásina á Kreml í nótt sem leið

„Við réðumst ekki á Pútín,“ sagði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi í Helsinki að loknum fundi með leiðtogum Norðurlanda í gær, þegar hann var spurður um drónaárásina á Kreml í nótt sem leið. „Við berjumst á eigin landi og eigum fullt í fangi með það.“

Norrænu leiðtogarnir ítrekuðu staðfestu og stuðning við Úkraínu, „eins lengi og þarf,“ svo hún endurheimti frið og frelsi. Gera þyrfti Rússa ábyrga gerða sinna og skaðabótaskylda fyrir stríðstjónið, líkt og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á. » 6, 38 og 40