Fjárfestar Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds.
Fjárfestar Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds. — Morgunblaðið/Eggert
Fjárfestingarfélagið Norðurböð hf. hagnaðist í fyrra um 65,2 milljónir króna, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok um 2,3 milljarðar króna. Hagnaður félagsins er að mestu tilkominn vegna…

Fjárfestingarfélagið Norðurböð hf. hagnaðist í fyrra um 65,2 milljónir króna, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok um 2,3 milljarðar króna. Hagnaður félagsins er að mestu tilkominn vegna virðisbreytinga á eignum þess, en Norðurböð eiga meðal annars um 44% hlut í Jarðböðum ehf., sem reka jarðböð í Mývatnssveit, og um 35% hlut í Sjóböðum ehf. sem reka jarðböð á Húsavík.

Þá eiga Norðurböð 4% hlut í Niceair, en sú eign er metin verðlaus í ársreikningi félagsins.

Félagið var áður í eigu KEA, hét þá Tækifæri og starfaði sem fjárfestingarsjóður. Nafni sjóðsins var breytt í kjölfar þess að hópur fjárfesta eignaðist meirihluta í félaginu haustið 2021. Meðal þeirra fjárfesta má nefna Kjálkanes og Íslenskar heilsulindir (dótturfélag Bláa lónsins) og Höld. Þá á Stapi lífeyrissjóður jafnframt hlut í félaginu. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, er stjórnarformaður félagsins.

Fyrir utan fyrrnefnda eignarhluti í Jarðböðum og Sjóböðum hefur félagið þann tilgang að efla atvinnulíf á Norðurlandi.