Postulínsskúlptúr Eitt verka Ingu Elínar á sýningunni hjá Ófeigi.
Postulínsskúlptúr Eitt verka Ingu Elínar á sýningunni hjá Ófeigi.
Inga Elín hefur opnað sýninguna Abstrakt í Listhúsi Ófeigs. „Á sýningunni leitar Inga Elín aftur til sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og setur óhlutbundin form í nýjan búning i verkum sínum

Inga Elín hefur opnað sýninguna Abstrakt í Listhúsi Ófeigs. „Á sýningunni leitar Inga Elín aftur til sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og setur óhlutbundin form í nýjan búning i verkum sínum. Í hönnun sinni leikur hún sér með bæði einföld og flóknari form sem eru fengin úr undirmeðvitund hennar á hverjum tímapunkti. Verkin eru mörg og mismunandi, allt frá stórum skálum úr steinleir med abstrakt mynstrum yfir í fínni postulínsskúlptúra þar sem hún blandar saman fígúratívum formum á óhlutbundinn hátt,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á laugardag muni Hið íslenska gítartríó spila fyrir gesti sýningarinnar milli kl. 14 og 16. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 31. maí.