Skógrækt Nokkrir þátttakendur á aðalfundi Ungviðar nýverið.
Skógrækt Nokkrir þátttakendur á aðalfundi Ungviðar nýverið. — Ljósmynd/skogur.is
Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar fór fram nýverið í húsakynnum rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá við Kollafjörð. Um helmingur skráðra félaga sótti aðalfundinn og sjö nýir skráðu sig í félagið á fundinum

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar fór fram nýverið í húsakynnum rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá við Kollafjörð. Um helmingur skráðra félaga sótti aðalfundinn og sjö nýir skráðu sig í félagið á fundinum. Nýr formaður Ungviðar er Hallþór Jökull Hákonarson, verðandi skógfræðingur og húsasmiður.

Ungviður er skógræktarfélag, stofnað árið 2021, sem vill auka þátttöku ungs fólks við að græða landið. Ragnar Gunnarsson, fráfarandi formaður Ungviðar, flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og ræddi um stefnu þess og markmið. Farið var yfir fjármál félagsins. Styrkir á síðasta starfsári námu um 1,8 milljónum króna frá Landgræðslusjóði og Skógræktarfélagi Íslands. Sömuleiðis hafði félagið tekjur af verktakastarfsemi fyrir Skógræktina og landeigendur.