Lesið verður upp úr ljóðabókunum sem tilnefndar eru til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, í ár í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í dag, fimmtudag, kl

Lesið verður upp úr ljóðabókunum sem tilnefndar eru til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, í ár í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í dag, fimmtudag, kl. 12. Þetta eru bækurnar Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur; Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur; Sjófuglinn eftir Egil Ólafsson; Urta eftir Gerði Kristnýju; Máltaka á stríðstímum eftir Natöshu S. og Plómur eftir Sunnu Dís Másdóttur. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn síðar í mánuðinum.