Barátta Eyjamaðurinn Oliver Heiðarsson og Framarinn Orri Sigurjónsson takast á í leik Fram og ÍBV Úlfarsárdalnum í gærkvöldi.
Barátta Eyjamaðurinn Oliver Heiðarsson og Framarinn Orri Sigurjónsson takast á í leik Fram og ÍBV Úlfarsárdalnum í gærkvöldi. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðmundur Magnússon skoraði sitt fjórða mark í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið tók á móti ÍBV í Úlfarsárdal í 5. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með sigri Framara, 3:1, en það var Sverrir Páll Hjaltested sem kom Eyjamönnum yfir á 30

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Guðmundur Magnússon skoraði sitt fjórða mark í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið tók á móti ÍBV í Úlfarsárdal í 5. umferð deildarinnar í gær.

Leiknum lauk með sigri Framara, 3:1, en það var Sverrir Páll Hjaltested sem kom Eyjamönnum yfir á 30. mínútu með skalla.

Guðmundur jafnaði metin fyrir Framara fjórum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Má Elíassyni í vítateig ÍBV.

Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði Eyjamanna, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu þegar aukaspyrna Fred Saraiva fór af honum og í netið áður en Þórir Guðjónsson bætti við þriðja marki Framara á 80. mínútu.

Halldór J.S. Þórðarson fékk svo að líta rauða spjaldið í liði Eyjamanna á 34. mínútu og þar með runnu allar vonir ÍBV um að jafna leikinn út í sandinn.

Akureyringar lengi í gang

Færeyski landsliðsmaðurinn Pætur Petersen skoraði sitt fyrsta mark fyrir KA þegar liðið lagði FH á KA-vellinum á Akureyri, 4:2.

KA-menn voru lengi í gang og það var ekki fyrr en á 45. mínútu sem Daníel Hafsteinsson braut ísinn fyrir KA með skalla af stuttu færi úr teignum eftir sendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni. Pætur tvöfaldaði svo forystu Akureyringa með marki á 50. mínútu með föstu skoti úr teignum, aftur eftir sendingu Hallgríms Mars.

Hörður Ingi Gunnarsson minnkaði muninn fyrir FH með marki á 59. mínútu með frábæru utanfótarskoti, utan teigs, og boltinn söng í bláhorninu.

Sveinn Margeir Hauksson bætti við þriðja marki KA á 74. mínútu þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Ásgeirs Sigurgeirssonar sem Sindra Kristni Ólafssyni tókst að verja í marki FH.

Úlfur Ágúst Björnsson minnkaði muninn enn á ný fyrir FH með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu eftir að boltinn hafði farið í hönd Ívars Arnar Árnasonar í vörn KA. Það var svo Elfar Árni Aðalsteinsson sem innsiglaði sigur Akureyringa með frábæru skoti úr teignum á 88. mínútu og Akureyringar fögnuðu um leið sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar.

Leikjum KR – HK og Fylkis – Vals var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Fjallað er um þá á mbl.is/sport og M-gjöfin úr þeim verður í föstudagsblaðinu.

FRAM – ÍBV 3:1

0:1 Sverrir Páll Hjaltested 30.

1:1 Guðmundur Magnússon 34.(v)

2:1 Sjálfsmark 67.

3:1 Þórir Guðjónsson 80.

m m

Fred Saraiva (Fram)

m

Hlynur Atli Magnússon (Fram)

Már Ægisson (Fram)

Tiago Fernandes (Fram)

Aron Jóhannsson (Fram)

Felix Örn Friðriksson (ÍBV)

Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)

Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 7.

Áhorfendur: 719.

KA – FH 4:2

1:0 Daníel Hafsteinsson 45.

2:0 Pætur Petersen 50.

2:1 Hörður Ingi Gunnarsson 59.

3:1 Sveinn Margeir Hauksson 74.

3:2 Úlfur Ágúst Björnsson 84.(v)

4:2 Elfar Árni Aðalsteinsson 88.

m

Steinþór Már Auðunsson (KA)

Dusan Brkovic (KA)

Rodrigo Gomes (KA)

Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)

Sveinn Margeir Hauksson (KA)

Björn Daníel Sverrisson (FH)

Davíð Snær Jóhannsson (FH)

Úlfur Ágúst Björnsson (FH)

Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 7.

Áhorfendur: 500.