HönnunarMars Fánar hátíðarinnar við Hörpu. Henni lýkur 7. maí nk.
HönnunarMars Fánar hátíðarinnar við Hörpu. Henni lýkur 7. maí nk. — Ljósmynd/Honnunarmidstod.is
Hátíðin HönnunarMars, stærsta hönnunarhátíð Íslands, fer fram þessa dagana. Hún hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2009. Þátttakendur hafa verið um 400 á ári hverju en hátíðin núna stendur til og með 7

Hátíðin HönnunarMars, stærsta hönnunarhátíð Íslands, fer fram þessa dagana. Hún hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2009. Þátttakendur hafa verið um 400 á ári hverju en hátíðin núna stendur til og með 7. maí.

Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? – Hvað er að gerast? Hvað tekur við?Hvað ber framtíðin í skauti sér? Rauði þráðurinn er endurvinnsla, endurnýting, nýsköpun, verðmætasköpun, tilraunir og leikur sem er í takt við yfirskrift hátíðarinnar.

Dagskrána er að finna á heimasíðu hátíðarinnar, hönnunarmars.is.

Um er að ræða eina af fáum hönnunarhátíðum heims þar sem ólíkar faggreinar hönnunar og arkitektúrs koma saman á hinum ýmsu viðburðurm, sýningum, fyrirlestrum, uppákomum og innsetningum. Meðal þeirrar hönnunar sem hægt verður að berja augum, á 100 viðburðum hátíðarinnar, eru fatahönnun, vöruhönnun, arkitektúr, grafísk hönnun, textílhönnun, leirlist, þjónustuhönnun og stafræn hönnun, svo eitthvað sé nefnt.