— AFP/STR
Það var þungt hljóð í Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær þegar hann ræddi við blaðamenn um átökin í Súdan. „Við höfum brugðist að koma í veg fyrir að stríð brytist út í Súdan milli stríðandi fylkinga

Það var þungt hljóð í Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær þegar hann ræddi við blaðamenn um átökin í Súdan. „Við höfum brugðist að koma í veg fyrir að stríð brytist út í Súdan milli stríðandi fylkinga. Sameinuðu þjóðirnar trúðu því að hægt væri að semja,“ sagði hann. „Ríki eins og Súdan sem þegar hefur sætt svo miklum erfiðleikum hefur ekki efni á svona valdabaráttu.“

Þrátt fyrir að sjö daga vopnahlé eigi að hefjast í dag voru engin merki þess að átökum væri að linna í gær þegar herflugvélar sveimuðu yfir höfuðborginni Kartúm og skothvellir heyrðust.

Yfir hundrað þúsund flóttamenn hafa farið til nálægra ríkja sem illa geta tekið á móti þessum fjölda og a.m.k. 550 manns hafa látist í átökunum og nærri fimm þúsund slasast.