Hekluð útgáfa af konungshjónunum.
Hekluð útgáfa af konungshjónunum.
Yfir 29 þúsund lögreglumenn taka þátt í yfirgripsmestu öryggisgæslu frá upphafi þegar Karl III. verður krýndur næsta laugardag. Fjölda heimsleiðtoga hefur verið boðið og gríðarlegur mannfjöldi mun fylgjast með krýningunni

Yfir 29 þúsund lögreglumenn taka þátt í yfirgripsmestu öryggisgæslu frá upphafi þegar Karl III. verður krýndur næsta laugardag. Fjölda heimsleiðtoga hefur verið boðið og gríðarlegur mannfjöldi mun fylgjast með krýningunni.

Það vakti ugg þegar maður vopnaður hníf var handtekinn á þriðjudag, en hann kastaði skothylkjum yfir á landareign Buckinghamhallar. Tom Tugendhat öryggismálaráðherra sagði að lögreglan væri með allt á hreinu þegar kæmi að öryggi krýningarhátíðarinnar. Auk lögreglumanna, sem munu varða alla leiðina frá Buckinghamhöll til Westminster Abbey, verða m.a. leyniskyttur á þökum, óeinkennisklæddir lögreglumenn, leitarhundar og öll loftumferð verður bönnuð yfir miðborginni.