Opnunarmyndin Danska kvikmyndin Kysset, eða Kossinn, fjallar um hermanninn Anton og kynni hans af Edith sem er dóttir auðmanns. Myndin verður opnunarmynd hátíðarinnar Hygge í Háskólabíói í dag, 4. maí.
Opnunarmyndin Danska kvikmyndin Kysset, eða Kossinn, fjallar um hermanninn Anton og kynni hans af Edith sem er dóttir auðmanns. Myndin verður opnunarmynd hátíðarinnar Hygge í Háskólabíói í dag, 4. maí.
Ný norræn kvikmyndahátíð, sem ber yfirskriftina Hygge, verður haldin í Háskólabíói dagana 4. til 18. maí. Þar verða til sýnis átta glænýjar kvikmyndir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Danska myndin Kysset eða Kossinn verður opnunarmynd hátíðarinnar

Ný norræn kvikmyndahátíð, sem ber yfirskriftina Hygge, verður haldin í Háskólabíói dagana 4. til 18. maí. Þar verða til sýnis átta glænýjar kvikmyndir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.

Danska myndin Kysset eða Kossinn verður opnunarmynd hátíðarinnar. Myndin, sem Billie August leikstýrir, fylgir Antoni sem hefur það helsta markmið að klára þjálfun sína í riddaraliðinu. Á meðan á þjálfuninni stendur skipar hann sveitinni sinni að bjarga auðmanni úr klípu og hittir í kjölfarið Edith dóttur hans sem lenti í slysi.

Sænska rómantíska gamanmyndin Andra akten fjallar um Evu, sem finnst hún hafa lítinn tíma á höndum sér, er hún myndar vinasamband við stórleikarann Harold Skoog og áttar sig á því að lífið er ekki að verða búið, heldur er það einungis rétt að byrja. Danska myndin Lykkelige omstændigheder er einnig í léttari kantinum. Um hana segir: „Þegar Karoline verður óvart ólétt kemur Katrine upp með áætlun sem gæti leyst vandamál allra: Katrine ætlar að borga upp skuldir systur sinnar og rúmlega það í skiptum fyrir framtíðarbarnið sitt. En ekkert fer eftir áætlun.“

Þá eru nokkrar gamanmyndir sem sagðar eru sprenghlægilegar á dagskrá. Fædre og mødre og Meter i sekundet frá Danmörku og Jentetur frá Noregi. Paprika Sten leikstýrir Fædre og mødre en hún fjallar um hjónin Piv og Ulrik „sem þurfa finna leið sína í gegnum stigveldi, samkeppni og duldar áætlanir í nýja skóla dóttur sinnar, meðal annars í vinsælli útileguferð skólans“. Meter i sekundet byggist á samnefndri bók Stine Pilgaard. „Líf Marie umturnast þegar ástin í lífi hennar, Rasmus, fær vinnu sem kennari í skóla í Velling. Marie fylgir Rasmus með trega uns þau flytja rætur sínar frá Kaupmannahöfn til Vestur-Jótlands. Á meðan Rasmus smellur inn í menningu heimamanna, verður Marie fyrir menningaráfalli.“

Sérstakt vinkonukvöld verður haldið fimmtudaginn 11. maí í Háskólabíói þar sem Jentetur verður sýnd. Sú mynd fjallar um flókið líf Lindu eftir slæman skilnað. „Fyrrverandi maðurinn hennar hefur kynnst fallegri fyrirsætu sem verður hægt og rólega meiri móðurímynd fyrir 10 ára dóttur Lindu ásamt því sem þau gera upp húsið saman. Besta vinkona Lindu er meira að segja orðin besta vinkona hennar.“

Þá verður danska spennumyndin Underverden 2 sýnd á hátíðinni. Þar segir af fjölskylduföður og hjartalækni sem hefur sagt undirheimum Kaupmannahafnar stríð á hendur í von um að hefna bróður síns.

Áttunda myndin á lista hátíðarinnar er finnsk. Hún nefnist Sisu og er hasarmynd sem fjallar um „fyrrverandi hermann sem uppgötvar gull í óbyggðum Lapplands en þegar hann reynir að taka fenginn inn í borgina ráðast á hann nasistahermenn undir forrystu grimms SS-liðsforingja“. Sérstök „Happy hour“- sýning á Sisu verður í Max-sal Smárabíós þriðjudaginn 9. maí.

Allar nánari upplýsingar um myndirnar og sýningartíma má finna á vefnum hyggehatid.is.