Ítalska liðið Inter Mílanó tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með 1:0-sigri á grönnum sínum í AC Milan. Inter vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið samanlagt 3:0.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Argentínumaðurinn Lautaro Martínez sigurmark Inter á 74. mínútu, eftir sendingu frá varamanninum Romelu Lukaku.
Báðir leikir einvígisins fóru fram á San Siro, heimavelli beggja liða, en leikurinn í gær var heimaleikur Inter.
Inter lék síðast í úrslitum árið 2020, er liðið vann Bayern München 2:0 á Santiago Bernabéu í Madrid. Þá var liðið undir stjórn José Mourinho.
Ítalska liðið mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitum, en þau mætast í Manchester í kvöld. Skildu liðin jöfn, 1:1, í fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram í Istanbul 10. júní.