Hér má sjá tölvugerða mynd af miðbænum á Selfossi. Sá partur miðbæjarins sem er innan bláu línunnar á myndinni hefur nú þegar verið reistur en annað er í bígerð á næstu árum.
Hér má sjá tölvugerða mynd af miðbænum á Selfossi. Sá partur miðbæjarins sem er innan bláu línunnar á myndinni hefur nú þegar verið reistur en annað er í bígerð á næstu árum.
Hlutafé Sigtúns Þróunarfélags, sem stendur að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, hefur verið aukið um tvo milljarða króna. Það eru aðaleigendur félagsins, Leó Árnason og Kristján Vilhelmsson, sem standa að hlutafjáraukningunni í gegnum félag sitt, Austurbær-Fasteignafélag ehf

Hlutafé Sigtúns Þróunarfélags, sem stendur að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, hefur verið aukið um tvo milljarða króna. Það eru aðaleigendur félagsins, Leó Árnason og Kristján Vilhelmsson, sem standa að hlutafjáraukningunni í gegnum félag sitt, Austurbær-Fasteignafélag ehf.

Sigtún reisti fyrri áfanga miðbæjarins, 13 byggingar sem eru samtals um 5.000 fm, á árunum 2019-2021 og hefur annast rekstur og útleigu þeirra síðan. Nú er áformað að reisa um 25.000 fm til viðbótar en áætlaður kostnaður við það er um 15 milljarðar króna.

„Við teljum mikilvægt að hefja framkvæmdir á næsta áfanga með sterka lausafjárstöðu. Þessi hlutafjáraukningin nú í upphafi er lýsandi fyrir þá trú sem eigendur félagsins hafa á verkefninu,“ segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns, í samtal við ViðskiptaMoggann.

Sigtún kynnti hugmyndir að seinni áfanganum á íbúafundi í nóvember sl. Þar verða verslanir, veitingastaðir, skrifstofuhúsnæði, íbúðir og hótel. Íbúakosning um breytingu á deiliskipulagi hefst í vikunni og lýkur í lok maí. Aðspurður segist Vignir vera vongóður um íbúar styðji þær skipulagsbreytingar sem lagt hefur verið upp með og að á næstu vikum verði samið við verktaka um fyrstu byggingarreiti næsta áfanga.

„Við munum þá nýta sumarið í að klára hönnunarvinnu með arkitektum og verkfræðingum og hefjast handa í haust. Seinni áfangi skiptist í 5-6 reiti og við stefnum á að hefja framkvæmdir á þeim fyrstu síðar á þessu ári. Húsnæðið í þeim reitum eru blanda af verslunum, skrifstofuhúsnæði og íbúðum,“ segir hann.

Um ástæður skipulagsbreytinga segir Vignir að horft hafi verið til þess að nýta reynsluna af uppbyggingu og rekstri fyrri áfanga til að gera framhaldið betra. Um sé að ræða lítilsháttar breytingar sem miða að því að tengja miðbæinn betur við Bæjargarðinn en áður. Það verði m.a. gert með 90 metra langri göngugötu og opnum gróðursælum torgum.

Samkvæmt ársreikningi Sigtúns voru leigutekjur síðasta árs um 250 milljónir króna og hagnaður félagsins um 35 milljónir króna.