Svanur Vilbergsson
Svanur Vilbergsson
Svanur Vilbergsson gítarleikari kemur fram á síðustu hádegistónleikum vetrarins í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum, í Fríkirkjunni á morgun kl. 12. Þar leikur hann barokkverkið Chaconne Hwv 435 eftir G.F

Svanur Vilbergsson gítarleikari kemur fram á síðustu hádegistónleikum vetrarins í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum, í Fríkirkjunni á morgun kl. 12. Þar leikur hann barokkverkið Chaconne Hwv 435 eftir G.F. Händel. „Seinni hluti tónleikanna samanstendur af tveimur suðuramerískum verkum; Eterna Saudade, sem er rólegur og ástríðufullur vals og Piaxaim, sem er byggt á hröðum ryþma ættuðum frá Brasilíu,“ segir í fréttatilkynningu.