Hlutverk Nokkur þeirra hlutverka sem Snorri hefur brugðið sér í.
Hlutverk Nokkur þeirra hlutverka sem Snorri hefur brugðið sér í.
Boðflenna nefnist yfirlitssýning Snorra Ásmundssonar sem opnuð verður í Listasafni Reykjanesbæjar í dag milli kl. 18 og 20. Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir og stendur sýningin til 20

Boðflenna nefnist yfirlitssýning Snorra Ásmundssonar sem opnuð verður í Listasafni Reykjanesbæjar í dag milli kl. 18 og 20. Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir og stendur sýningin til 20. ágúst. „Sköpun og gjörðir Snorra verða til þar sem hann stendur og hvíla í honum sjálfum. Þannig er myndsköpun hans ekki skáldskapur eða vel nært „alter egó.“ Listamaðurinn er gjörsneyddur leiklistarhæfileikum. Að þessari ástæðu má mögulega halda því fram að Snorri sé stórtækasta lifandi listaverk íslenskrar listasögu,“ segir í fréttatilkynningu frá safninu. Þar kemur fram að á listamannsferli sínum hafi Snorri unnið „sem andlegur leiðbeinandi, sjáandi yogi og brautryðjandi tímatengdrar listar.“