Skoraði Stjörnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir með Valskonuna Bryndísi Örnu Níelsdóttur á hælunum í Garðabæ í gærkvöld.
Skoraði Stjörnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir með Valskonuna Bryndísi Örnu Níelsdóttur á hælunum í Garðabæ í gærkvöld. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stjarnan sendi frá sér skýr skilaboð í gærkvöld um að liðið ætlaði að vera með í toppbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta í ár. Stjörnukonur lögðu meistara Vals að velli í Garðabæ, 2:0, þar sem Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir lagði upp fyrir markið…

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Stjarnan sendi frá sér skýr skilaboð í gærkvöld um að liðið ætlaði að vera með í toppbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta í ár.

Stjörnukonur lögðu meistara Vals að velli í Garðabæ, 2:0, þar sem Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir lagði upp fyrir markið fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og skoraði það seinna sjálf. Valur varð þar með síðasta liðið í deildinni til að tapa leik og fyrir vikið er Stjarnan komin í annað sætið, tveimur stigum á eftir toppliði KA-Þórs.

Selfoss vann sinn fyrsta leik, lagði nýliða Tindastóls 3:1 eftir að hafa lent undir snemma í leiknum. Katla María Þórðardóttir skoraði tvívegis en mörk Selfyssinga komu á fimmtán mínútna kafla um miðbik leiksins. Tindastóll situr eftir á botninum og er eina liðið sem hefur ekki unnið leik.

Nýliðar FH unnu líka sinn fyrsta leik, 3:1 gegn Keflavík, og höfðu skorað tvö mörk og átt tvö stangarskot eftir aðeins 12 mínútna leik. Esther Rós Arnarsdóttir gulltryggði sigur FH með góðu skoti í byrjun uppbótartímans. Keflavík er dottin niður í fallsæti eftir að hafa fengið fjögur stig í fyrstu tveimur leikjunum.

Höf.: Víðir Sigurðsson