Skák Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri lék fyrsta leikinn á mótinu.
Skák Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri lék fyrsta leikinn á mótinu. — Ljósmynd/Gunnar Björnsson
Henrik Danielsen hefur unnið báðar skákir sínar á Íslandsmótinu í skák, sem hófst á mánudag á Ásvöllum í Hafnarfirði. Henrik vann Braga Þorfinnsson í gær en í fyrstu umferð vann hann Jóhann Ingvason

Henrik Danielsen hefur unnið báðar skákir sínar á Íslandsmótinu í skák, sem hófst á mánudag á Ásvöllum í Hafnarfirði. Henrik vann Braga Þorfinnsson í gær en í fyrstu umferð vann hann Jóhann Ingvason.

Guðmundur Kjartansson og Lenka Ptácníková eru í 2.-3. sæti með 1½ vinning eftir tvær umferðir en þau gerðu bæði jafntefli í gær, Guðmundur við Hilmi Frey Heimisson og Lenka við Jóhann Hjartarson.

Vignir Vatnar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson gerðu jafntefli í gær og hafa báðir 1 vinning. Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Íslandsmótið þrettán sinnum, vann Dag Ragnarsson í gær en hann tapaði á mánudag fyrir Guðmundi Kjartanssyni.

Þriðja umferð fer fram í dag og hefst kl. 15.